Námskeið – sykursýki, yfirlit og nýjungar í meðferð
Á námskeiðinu verður gefið yfirlit um algengi, greiningu, orsakir og fylgikvilla sykursýki. Síðan verður fjallað ítarlega um meðferðarmöguleika þ.m.t. insúlinmeðferð, nýjungar í töflumeðferð og insúlindælur. Námskeiðið er ætlað fagfólki á heilbrigðissviði en er opið öllum áhugasömum.
Nú eru um 5000 Íslendingar með tegund 2 sykursýki og 800 manns með tegund 1 sykursýki. Tíðni sjúkdómsins eykst hratt á Íslandi eins og annars staðar í heiminum og er talað um að faraldur sé yfirstandandi. Tíðni meðgöngusykursýki hefur tvöfaldast á undanförnum 6-8 árum hér á landi. Miklar framfarir hafa orðið í meðferð sjúkdómsins á undanförnum 10 árum. Ný insúlin hafa komið á markað, nýir flokkar af lyfjum eru að líta dagsins ljós og miklar tækniframfarir s.s. í þróun á blóðsykurmælum og insúlindælum. Á námskeiðinu verður gefið yfirlit um mismunandi tegundir sykursýki, orsakir og greiningu en síðan verður fjallað ítarlega um hina ýmsu meðferðarmöguleika sem beitt er til að fyrirbyggja alvarlega fylgikvilla sykursýkinnar.
Skráningarfrestur er til 10. mars 2011.
Umsjón: Arna Guðmundsdóttir sérfræðingur í innkirtla- og efnaskiptasjúkdómum. Arna útskrifaðist frá Læknadeild Háskóla Íslands 1992 og stundaði sérnám við Háskólasjúkrahúsið í Iowa, USA. Hún hefur starfað sem sérfræðingur á Landspítala Háskólasjúkrahúsi frá 2002 samhliða rekstri á eigin stofu, Insula í Glæsibæ. Ýmsir aðrir sérfræðingar munu einnig verða með erindi á námsskeiðinu.
Tími:
Fös. 18. mars kl. 8:30 – 16:00
Verð:
15.500 kr.
Staður:
Endurmenntun, Dunhaga 7
Nánari upplýsingar hér
The post Námskeið – sykursýki, yfirlit og nýjungar í meðferð appeared first on diabetes.