Breytingar á reglum um kaup á blóðstrimlum
Frá og með 1. janúar 2011 breytast reglur um styrki til kaupa á blóðstrimlum:
- Einstaklingar með sykursýki II sem hafa hingað til haft heimild fyrir 300 blóðstrimlum á 12 mánaða tímabili geta framvegis fengið 50 blóðstrimla á sama tímabili (eina pakkningu). Á fyrsta ári eftir greiningu geta þeir þó fengið að hámarki 100 blóðstrimla á tólf mánaða tímabili (tvær pakkningar).
Sjúkratryggingar Íslands hafa sent bréf vegna þessara breytinga til hlutaðeigandi notenda, þar sem jafnframt er upplýst um að ekki verða gefin út ný skírteini.
Vegna frekari breytinga á reglugerðunum er vísað til reglugerða sem finna má á heimasíðu SÍ.
Nánari upplýsingar eru veittar hjá hjálpartækjamiðstöð Sjúkratrygginga Íslands í síma 515-0100.
The post Breytingar á reglum um kaup á blóðstrimlum appeared first on diabetes.