Fundarröð ÖBÍ – Selfoss
Fundaröð Öryrkjabandalags Íslands
Fatlað fólk á tímamótum
Eru mannréttindi virt?
Fundur á Selfossi 9. febrúar kl. 16.30 – 19.00
Yfirfærsla á þjónustu fyrir fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga fór fram um síðustu áramót. Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) heldur af því tilefni fræðslu- og umræðufundi víðs vegar um landið. Næsti fundur verður í Sunnulækjarskóla miðvikudaginn 9. febrúar nk. kl. 16.30 – 19.00
Efni fundar:
- Ný hugmyndafræði um fötlun og Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Helga Baldvinsd. Bjargardóttir – Fötlunarfræði HÍ
- Þekkir þú réttindi þín? Hrefna K. Óskarsdóttir – ÖBÍ
- Viðbrögð ÖBÍ vegna yfirfærslunnar. Guðmundur Magnússon – formaður ÖBÍ
- Notendastýrð persónuleg aðstoð kynnt ásamt fyrirhugaðri Þekkingar- og þjónustumiðstöð Sjálfsbjargar.
- Raddir sveitarstjórnarmanna og notenda eða mögulegra notenda
- Umræður og fyrirspurnir.
Fatlað fólk, aðstandendur, starfsfólk og stjórnendur sem vinna að málefnum fatlaðs fólks og aðrir sem áhuga hafa á málefninu eru velkomnir.
Mætum öll
Ekkert um okkur án okkar
The post Fundarröð ÖBÍ – Selfoss appeared first on diabetes.