Spennandi hlutastörf í vetur
Sæl öll Það sárlega vantar aðstoðarfólk í vetur til þess að aðstoða fatlaða háskólanema í Háskóla Íslands. Auglýsing frá skólanum er hér fyrir neðan. Greitt er um 1800 kr á tímann fyrir þá sem hafa lokið háskólaprófi og rúmlega 1600 kr fyrir þá sem hafa ekki lokð háskólaprófi. Getur þú tekið að þér að gegna hlutverki aðstoðarmanns fyrir fatlaða háskólastúdenta í vetur? Aðstoðin getur falist í einhverjum af eftirtöldum þáttum: Aðstoð milli bygginga/kennslustofa. Aðstoð við innslátt verkefna. Yfirfara verkefni/ritgerðir með tilliti til framsetningar og stafsetningar. Aðstoð í tímum við glósugerð. Aðstoð við heimildaöflun á netinu eða á bókasöfnum. Aðstoð í verklegum tímum. Þeir sem hafa áhuga þurfa ekki að geta sinnt öllum framangreindum verkþáttum. Lengd vinnutíma er samkomulagsatriði, geta verið þrír til fjórir tímar í viku eða meira eftir atvikum. Vinnutíminn fylgir í meginatriðum stundatöflu viðkomandi nemanda. Ef þú hefur áhuga hafðu þá vinsamlegast samband í netfangið hdj@hi.is. Skráningin felur að sjálfsögðu ekki í sér neina bindingu fyrir þig heldur gefur það NSHÍ leyfi til að kanna hvort þú getir tekið að þér verkefni á tilteknum tímum. Bestu kveðjur, Magnús M. Stephensen Magnús M. Stephensen Náms og starfsráðgjöf Háskóla Íslands Student Counselling and Career Centre
The post Spennandi hlutastörf í vetur appeared first on diabetes.