Afsláttur á uppistand Josh Blue
Jón Gunnar Geirdal, sá sem sér um að fá Josh Blue til Íslands, býður félagsmönnum í aðildarfélögum ÖBÍ (Samtök sykursjúkra eru aðilar að ÖBÍ) afslátt á uppistand Josh sem verður föstudaginn 4 september kl. 20.00 í Háskólabíó. Sjá nánar upplýsingar um Josh á slóðinni: http://www.mbl.is/…/…/08/16/myndi_ekki_skipta_fotluninni_ut/ Leiðbeiningar til að virkja afsláttinn: Farið á www.midi.is Hvernig nota ég afsláttinn? Smelltu á græna Kaupa miða takkann, veldu þér miða til kaups og í reitinn “Ertu með afsláttarkóða“ í skrefi #3 sláðu þá inn eftirfarandi: joshkomedy Smelltu á „Virkja“ og þá sérðu að afslátturinn kemur inn um leið. ATH: Staðfestið EKKI greiðslu fyrr en afsláttur er sýnilega orðinn virkur. Grínistinn Josh Blue skemmtir hér á landi föstudagskvöldið 4.september í Háskólabíói – þessi einstaki uppistandari sigraði Last Comic Standing á NBC árið 2006 og hefur síðan þá ferðast um heiminn með óborganlegt uppistand sitt.Josh Blue er fatlaður grínisti og gerir óspart grín að fötlun sinni, viðbrögðum samfélagsins við fötlun sinni og annarra og brýtur þannig niður staðalmyndir um fatlað fólk og salurinn öskrar af hlátri með honum. Grín-sýning hans er í stöðugri þróun og engar tvær sýningar eru eins hjá einum albesta uppistandara heims – og eiga íslenskir grín-aðdáendur því von á góðu þetta föstudagskvöld í Háskólabíói þegar hann mætir með Palsy on Ice Tour uppistandið.
The post Afsláttur á uppistand Josh Blue appeared first on diabetes.