Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka
Þann 22. ágúst næstkomandi fer fram hið árlega Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka. Eins og undanfarin ár geta hlauparar hlaupið fyrir hin ýmsu góðgerðafélög og látið vini og velgjörðamenn heita á sig.
Við hjá Samtökum sykursjúkra hvetjum ykkur sem ætla að hlaupa til að hlaupa fyrir Samtök sykursjúkra.
Einnig viljum við hvetja alla stuðningsaðila og velgjörðamenn Samtakanna til að heita á hlauparana sem hlaupa fyrir Samtök sykursjúkra. Það er mjög auðvelt að heita á hlaupara. Þið farið inn á http://www.marathon.is/ , veljið ykkur hlaupara og skráið ykkar áheit.
með kærri kveðju
Samtök Sykursjúkra
The post Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka appeared first on diabetes.