Falsaðar insúlínnálar í Evrópu
Heilbrigðisyfirvöld í Hollandi hafa gefið út viðvörun vegna falsaðra nála insúlínpenna sem hafa komist í umferð víðsvegar um Evrópu í gegnum hefðbundnar dreifingaleiðir. Nálarnar koma frá Malasíu og vitað er um 200 þ. falsaðar nálar í Hollandi, 500 þ. í Bretlandi og yfir 1.3 millj. í Póllandi.
Byrjað var að rannsaka nálarnar eftir að viðurkenndur dreifingaraðili, Novo Nordisk, fékk kvartanir yfir því að nálar frá fyrirtækinu pössuðu illa í insúlínpenna frá fyrirtækinu og upp komst um svikin.
Margar hættur fylgja því að nota nálarnar því þær eiga á hættu að brotna við notkun, passa illa í insúlínpennana og því geta skammtar orðið ónákvæmir og einnig eru nálarnar ekki rétt meðhöndlaðar og geta valdið ertingu og sýkingu.
Ekki er vitað um falsaðar nálar hér á landi og íslenskir neytendur þurfa ekki að hafa áhyggjur nema tilfelli líkt þeim sem lýst er að ofan komi upp.
The post Falsaðar insúlínnálar í Evrópu appeared first on diabetes.