Ný tækni til að mæla blóðsykur
Verið er að þróa nýja tækni til að mæla blóðsykur hjá sykursjúkum án þess að þurfa blóðdropa með stungu eins og þeir hefðbundnu mælar sem nú eru algengastir.
Lítil tölvuflaga er grædd undir skinn sykursjúkra og mælir hún blóðsykurinn með stuttu millibili. Móttakarinn er nú á stærð við farsíma en samkvæmt framleiðendum þá verður hægt að hafa hann minni í framtíðinni. Nýi mælirinn er ekki kominn á markað en hann verður kynntur formlega í október næstkomandi.
Hér er hægt að lesa nánar um nýja mælinn sem vonandi kemur á markað sem fyrst.
The post Ný tækni til að mæla blóðsykur appeared first on diabetes.