Málþing um sykursýki
Samtök sykursjúkra og Lions-hreyfingin á Íslandi munu efna til málþings um sykursýki í tengslum við alþjóðadag sykursjúkra, sem eins og allir vita er haldinn hátíðlegur 14.nóvember á hverju ári. Málþingið fer fram á Hótel Sögu, miðvikudaginn 13.nóvember kl.17-19. Meðal þeirra sem flytja erindi verða m.a.: Rafn Benediktsson, yfirlæknir innkirtlalækninga á LSH; Geir Gunnlaugsson, landlæknir; Fjölumdæmisstjóri Lions á Íslandi, Benjamín Jósefsson; Sigríður Jóhannsdóttir, formaður samtaka sykursjúkra og fleiri. Dagskráin verður nánar auglýst þegar nær dregur. Hvetjum alla til að fjölmenna!
The post Málþing um sykursýki appeared first on diabetes.