Gönguferðir hjá Suðurnesjadeild
Suðurnesjadeild Samtaka sykursjúkra hafa ákveðið að hafa reglulegar gönguferðir í vetur. Fyrsta ferð verður sunnudaginn 1. febrúar við Reykjaneshöllina kl 13:00 og getur fólk þá ráðið hvort það gengur úti eða inni í höllinni.
Ákveðið hefur verið að hittast annan hvern sunnudag á sama stað kl 13:00
Kjörið tækifæri fyrir sykursjúka og aðra að hittast og spjalla.
The post Gönguferðir hjá Suðurnesjadeild appeared first on diabetes.