Ung Diabetes í keilu!

Ert þú á aldrinum 18-35 ára með Diabetes?


Endilega komdu með okkur í keilu og pizzu þann 7. nóvember 2025 kl 19 (mæting 18:45). Eina sem þú þarft að gera er að skrá þig fyrir 1. nóv og mæta! Hlakka til að sjá ykkur!


Minnum svo á Ung Diabetes facebook hópinn fyrir þennan sama aldur

Skráning í keilu

sykursýki og okkar hlutverk

Fræðiheitið á sykursýki er diabetes mellitus. Sykursýki er efnaskiptasjúkdómur sem einkennist af of háum blóðsykri sem stafar annað hvort af of litlu magni insúlíns í blóði eða af óeðlilegri virkni insúlíns í blóðinu.

Sykursýki er langvinnur sjúkdómur sem leiðir til of mikils sykurs (glúkósa) í blóðinu, því líkaminn getur ekki brotið niður sykur á eðlilegan hátt.


meginverkefni félagsins eru

  • Að ljá fólki með sykursýki rödd í almennri umræðu og að tala máli þeirra við yfirvöld.
  • Að gefa út fræðsluefni um sykursýki og fylgikvilla hennar, bæði fyrir sjúklingana sjálfa og fyrir allan almenning.
  • Að skipuleggja fjölbreytt félagsstarf fyrir félagsmenn sína.
  • Halda uppi fræðslu um sykursýki
  • Vinna að því að styrkja heilsugæslu, forvarnir og að styðja við starfsemi Innkirtladeildar á Landspítala.

tölfræðin

10.600

Heildarfjöldi fólks með greinda sykursýki árið 2018

100%

Aukning í greindum tilfellum

frá árinu 2005 

2.8%

Aukning í nýgengni árlega

24.000

Áætlaður heildarfjöldi greindra

tilfella árið 2040

10K+

Graduates

10.600

Heildarfjöldi greindra sykursjúkra árið 2018

tölfræðin

100%

Aukning í greindum tilfellum frá því 2005

2,8%

Aukning í nýgengi árlega

24.000

Áætlaður heildarfjöldi greindra tilfella árið 2040

fylgstu með okkur á Facebook

Facebook