Fræðiheitið á sykursýki er diabetes mellitus. Sykursýki er efnaskiptasjúkdómur sem einkennist af of háum blóðsykri sem stafar annað hvort af of litlu magni insúlíns í blóði eða af óeðlilegri virkni insúlíns í blóðinu.
Sykursýki er langvinnur sjúkdómur sem leiðir til of mikils sykurs (glúkósa) í blóðinu, því líkaminn getur ekki brotið niður sykur á eðlilegan hátt.
meginverkefni félagsins eru
- Að ljá fólki með sykursýki rödd í almennri umræðu og að tala máli þeirra við yfirvöld.
- Að gefa út fræðsluefni um sykursýki og fylgikvilla hennar, bæði fyrir sjúklingana sjálfa og fyrir allan almenning.
- Að skipuleggja fjölbreytt félagsstarf fyrir félagsmenn sína.
- Halda uppi fræðslu um sykursýki
- Vinna að því að styrkja heilsugæslu, forvarnir og að styðja við starfsemi Innkirtladeildar á Landspítala.