AÐALFUNDUR DIABETES Ísland 2024

Aðalfundur félagsins verður haldinn í Mannréttindahúsinu Sigtúni 42, þriðjudaginn 19.mars næstkomandi kl 17,30. Boðið verður upp á veitingar.


Rétt til setu á aðalfundi hafa skuldlausir félagsmenn.


Okkur bráðvantar áhugasamt fólk til að bjóða sig fram í stjórn þar sem nú hafa tveir stjórnarmenn óskað eftir að hætta eftir að hafa starfað fyrir félagið um langt árabil.


Hægt er að bjóða sig fram á fundinum, en líka væri þægilegt fyrir okkur að vita af því fyrirfram svo það væri vel þegið að fá tölvupóst í netfangið diabetes@diabetes.is , þar er þá líka hægt að óska eftir nánari upplýsingum ef fólk vill.


Stjórnin

sykursýki og okkar hlutverk

Fræðiheitið á sykursýki er diabetes mellitus. Sykursýki er efnaskiptasjúkdómur sem einkennist af of háum blóðsykri sem stafar annað hvort af of litlu magni insúlíns í blóði eða af óeðlilegri virkni insúlíns í blóðinu.

Sykursýki er langvinnur sjúkdómur sem leiðir til of mikils sykurs (glúkósa) í blóðinu, því líkaminn getur ekki brotið niður sykur á eðlilegan hátt.


meginverkefni félagsins eru

  • Að ljá fólki með sykursýki rödd í almennri umræðu og að tala máli þeirra við yfirvöld.
  • Að gefa út fræðsluefni um sykursýki og fylgikvilla hennar, bæði fyrir sjúklingana sjálfa og fyrir allan almenning.
  • Að skipuleggja fjölbreytt félagsstarf fyrir félagsmenn sína.
  • Halda uppi fræðslu um sykursýki
  • Vinna að því að styrkja heilsugæslu, forvarnir og að styðja við starfsemi Innkirtladeildar á Landspítala.

tölfræðin

10.600

Heildarfjöldi greindra sykursjúkra

árið 2018

100%

Aukning í greindum tilfellum

frá árinu 2005 

2.8%

Aukning í nýgengni árlega

24.000

Áætlaður heildarfjöldi greindra

tilfella árið 2040

10K+

Graduates

10.600

Heildarfjöldi greindra sykursjúkra árið 2018

tölfræðin

100%

Aukning í greindum tilfellum frá því 2005

2,8%

Aukning í nýgengi árlega

24.000

Áætlaður heildarfjöldi greindra tilfella árið 2040

fylgstu með okkur á Facebook

Facebook
Share by: